Kveikjur

97 Hugsaðu þér ef höfundur hefði einfaldlega skrifað: Jón Sæmundsson hafði verið skotinn og eitrað fyrir honum með tvenns konar eitri. Það er miklu óskýrari frásögn og ekki nándar nærri jafn spennandi! Þarna kemur aftur fram þrítalan sem er svo einkennandi fyrir ævintýrafrásagnir. Herkúles rifjaði upp það sem hann vissi um Jón og það sem hann hafði heyrt. Jón var frægur fyrir að vera með ólíkindum strangur dómari. Þeir voru sannarlega margir glæpamennirnir sem viljað höfðu hann feigan. Herkúles mundi til dæmis eftir Gísla Hrútfjörð, sem ekið hafði undir áhrifum áfengis á ljósastaur og fengið þunga fjársekt og langa fangavist að auki, þó að um fyrsta brot væri að ræða. Hann hafði í örvæntingu sinni stytt sér aldur. Svo var það Hallveig Fróðadóttir, sem hnuplað hafði trefli úr vefnaðarvörubúðinni við Skarphéðinsgötu og fengið ámóta dóm. Síðan hafði enginn viljað ráða hana í vinnu. Já, að ógleymdum Ólafi Eitilharðssyni, sem hafði ekið yfir á rauðu ljósi og fengið svo þungan dóm að hann truflaðist á geðsmunum og dvaldist nú á sjúkrahúsi. Allir í þessari sögu virðast heita undarlegum og ýktum nöfnum. Hvaða áhrif hefur það á lestur okkar? Eykur það á trúverðugleikann eða hefur jafnvel þveröfug áhrif? Skoðið vandlega hvort það búi einhver sterk skírskotun að baki þessu nafnavali, þ.e. hvort nöfnin merki eitthvað ákveðið eða eigi að vísa í aðrar þekktar persónur. Herkúles Hvalfjörð hristi höfuðið. Meiri karlinn, þessi Jón. Hann gat ekki varist þeirri tilhugsun að farið hefði fé betra. Í einkalífinu hafði dómarinn verið álíka harður nagli. Sagt var að hann hefði eignast son fyrir löngu en aldrei gengist við honum af því að móðirin vildi ekki láta hann heita í höfuðið á einhverjum fornum réttlætisguði. Móðurina og soninn hafði hann nánast aldrei séð, hvað þá að hann hefði gaukað að þeim einhverjum peningum. Síðar hafði Jón kvænst, mikilli ágætiskonu, en skilið við hana vegna þess að hún neitaði að strauja sokkana hans. Hann hafði búið svo um hnútana að við skilnaðinn stóð konan uppi slypp og snauð. Hún hafði andast nokkru síðar. Skömmu fyrir skilnaðinn höfðu þau eignast barn, sem Jón hafði ekki viljað hafa neitt með að gera upp frá því. Það fauk í Herkúles þegar hann rifjaði þetta upp, því að Signý, kona Jóns, hafði verið ræstitæknir á lögreglustöðinni um skeið og verið hvers manns hugljúfi. Hér var úr vöndu að ráða. Herkúles skoðaði listann, með nöfnum allra þeirra sem staddir voru í klúbbnum þetta kvöld, einu sinni enn. Þarna voru læknar, lögfræðingar, prestar og aðrir merkismenn, auk nokkurra þjóna og kvennanna í eldhúsinu. Skyndilega flaug honum dálítið í hug. „Hrærekur,“ sagði hann við einn aðstoðarmanna sinna. „Hóaðu fyrir mig í Ásu Helgadóttur, Pál Gíslason, Eggert Hansson, Helgu Helgadóttur og Seif Jónsson.“ Hrærekur hlýddi þegar í stað fyrirmælum yfirboðara síns. Þegar þetta fólk var saman komið fyrir framan skrifborð Herkúlesar á lögreglustöðinni stóð lögreglufulltrúinn upp og mælti, þungur á brún:

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=