Kveikjur

86 Ása og Signý hegðuðu sér? Það er greinilegur munur á þeim og Helgu. Einn dag bar þar að garði ungan mann og snyrtilegan. Leitaði hann ráðahags við Helgu, og af því að henni geðjaðist vel að manninum, tók hún bónorði hans, þótt hann væri fátækur og lítillar ættar. Göbbuðu systur hennar hana fyrir lítilfjörlegan unnusta, en Helga lét, sem hún heyrði það ekki. Var nú ákveðinn brúðkaupsdagur þeirra systra þriggja, og var mörgum boðið. Hlökkuðu eldri systurnar ákaflega mikið til að skrýðast hinum dýru kyrtlum, sem þær þóttust vissar um, að væru í kistlum sínum, en Helga lét sér hægt um. Taktu sérstaklega eftir því hvers vegna Helga tekur bónorði mannsins. Opnuðu þær systur allar kistla sína í sama mund, og skein eftirvæntingin og forvitnin af hverju andliti. Upp úr kistlum eldri systranna spruttu eiturnöðrur, sem stukku upp í andlit þeirra og bitu þær í nefin, svo að þær hljóðuðu upp. Blésu nef þeirra og andlit upp, og urðu þær á stuttri stund svo ferlegar ásýndum, að festarmenn þeirra fylltust ótta og viðbjóði, stukku burtu án þess að kveðja og létu ekki sjá sig framar. En í kistli Helgu var hinn dýrasti kyrtill, alsettur gimsteinum og perlum, svo að ljómaði af skrautinu. Auk þess var í honum allmikið fé í gulli og silfri. Þegar Helga klæddist kyrtlinum, var hún svo fögur ásýndum, að allir féllu í stafi, og þóttust aldrei slíka brúði séð hafa. Var slegið upp hinni veglegustu veislu, og að því búnu fór hún heim með manni sínum. Hér er frásögninni greinilega formlega lokið og það sem eftir kemur eru lokaorðin. Þar fáum við að vita hvað varð um þær systur. Taktu eftir litunum á kistlunum. Af hverju eru þeir svona á litinn? Ber liturinn sérstaka merkingu? – Unnust þau vel og lengi, urðu hinar mestu gæfumanneskjur og þjóðfræg fyrir rausn og góðgerðasemi. En það er af þeim systrum, Ásu og Signýju, að segja, að þær voru jafnófríðar alla ævi, svo að enginn lifandi maður vildi líta við þeim. Tóku þær sér það mjög nærri, og versnaði skap þeirra því meir, sem þær eltust. Lentu þær í mesta basli og bágindum og hefðu vafalaust lognast út af vegna skorts og vanþrifa, ef Helga systir þeirra hefði ekki jafnan bætt úr brýnustu þörfum þeirra. Lýkur svo sögu þessari. Taktu eftir því að launin fyrir verkin vara alla ævi hjá þeim systrum. Ása og Signý stóðu sig illa og gjalda fyrir það með því að enda einar, fátækar og afskræmdar. Helga stóð sig hinsvegar með prýði og á gott líf, hún er sú sem bjargar því sem bjargað verður.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=