Kveikjur

4 VARÚÐ! VARÚÐ! Margir leikir barnanna eru fólgnir í tómri ímyndun. Börnin látast vera dýr, smiðir, siglingamenn, tröll, skólakennarar, kóngar o.s.frv. og leika ótal margt úr daglega lífinu og langt fram yfir það. Mörg börn lifa þannig árum saman að miklu leyti í heimi ímyndunarinnar, og þessi börn verða oft hneigð til að fara með ýkjur, eða umhverfa sannleikanum algjörlega. Þau venja sig á að segja sögur og ýkja þær eða skrökva þeim algjörlega upp. Það er áríðandi, að hafa gát á framferði þessara barna í tíma, og sjerstaklega verður að gjalda varhuga við að þau lesi skröksögur, sem gera ill áhrif á þau. Úr tímariti frá 1895 Grín Algert Grín Það er um að gera að passa sig að leika sér ekki með tungumálið – og ekki lesa skröksögur sem hafa ill áhrif … og ekki prófa að skrifa og skapa … og ekki búa til ný orð … og ekki … bara ekki hafa gaman af því að nota íslensku og lesa hana og leika sér með hana! Alls ekki leika sér með hana! Hún er svo viðkvæm að hún gæti brotnað … þess vegna þarf öll þessi varúðarorð.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=