Kveikjur

45 Fjórir látnir lausir að lokinni krufningu Látnir þvo strætisvagna á nóttunni Það sem er tvírætt er hægt að skilja á fleiri en einn veg; það er líklegt til að valda misskilningi. Í fyrirsögnum frétta er oft leikinn þessi leikur – þær fjalla í raun um eitthvað allt annað en ætla mætti. Til að skilja þetta enn betur geturðu skoðað orðið ótvírætt. GEIMVERUR LOKA NÁTTÚRUPERLU Fyrirsagnir og fréttaskrif: Fyrsti hluti Hér eru þrjár raunverulegar fyrirsagnir úr íslenskum fjölmiðlum sem eru vægast sagt tvíræðar og sumar þeirra slaga upp í að vera þrí- eða fjórræðar. Þetta eru fyrirsagnir sem misskilja sjálfar sig eða byggja á röngum mis- skilningi eða skilmysingi … og þær henta vel í leik fyrir lífsglaða unglinga. Hafðu í huga að leysa þetta verkefni með einföldum hætti. Byrjaðu á því að skrifa frétt upp úr einni af þessum þremur fyrirsögnum – eins og þú skilur hana. Láttu leikinn ráða för og ímyndunaraflið njóta sín! Fyrirsagnir og frétta- skrif: Annar hluti Á næstu blaðsíðum eru svo fréttirnar sjálfar. Heldurðu að fyrirsagnirnar hafi verið orðaðar viljandi á þennan tvíræða hátt? Kannski til að stuðla að auknum lestri? Lestu fréttirnar til að sjá sannleikann á bak við þær og skrifaðu svo þrjár fyrirsagnir við þínar eigin fréttir sem þú skrifaðir í verkefninu hér að framan. 1.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=