Kveikjur

44 3. kafli Fjölmiðlar eru læsilegir Markmiðið með þessum kafla er að þjálfa þig í lestri fyrirsagna og frétta; að þú skiljir margræðni orða og hvaða vald þau geta haft yfir hegðun okkar – t.d. því hvaða fréttir við skoðum og hverjar við leiðum hjá okkur. Nýtt hraðamet í lestri! Nútímamaðurinn er svo snöggur að lesa að hann fer alvarlega fram úr sér við lesturinn og setur ný heimsmet í því að draga ályktanir og það á methraða út frá takmörkuðum forsendum. Þetta veit fjölmiðlafólk og það veit líka að margir sem fletta blöðunum eða vafra á netinu skima einungis fyrirsagnirnar og lesa eða smella í mesta lagi á eina eða tvær fréttir. Þetta gefur fyrirsögnunum mjög mikið vald og vægi. Fyrirsögn sem er orðuð á spennandi og áhugaverðan hátt verður umsvifalaust mikið lesin á netinu, jafnvel þótt efni hennar sé í sjálfu sér ekki spennandi. Hvernig á að skrifa frétt? Hvað þarf að hafa í huga þegar skrifa á frétt? Ein leiðin til að læra formið er að fletta einfaldlega dagblaði eða netmiðli og skoða uppsetninguna. Á hverju er byrjað? Hvað kemur svo? Á hverju er endað? Þú þarft ekki að finna upp hjólið, sjáðu bara hvernig blaðamenn fara að! Þegar fréttir eru skrifaðar er gott að hafa í huga h-in fimm: ✓ Hvað gerðist? ✓ Hvar átti atvikið sér stað? ✓ Hvenær gerðist það? ✓ Hvernig atvikaðist það? ✓ Hvers vegna gerðist það?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=