Kveikjur

Að lokum – þetta um ljóð Svona eru ljóð margslungin og skemmtileg. Hvernig er best að læra þá list að lesa ljóð? Sennilega með því að lesa ljóð upp á eigin spýtur og með góðri athygli og opnum huga. Ljóð eru alls kyns og það eru ljóðskáld líka. Sum þeirra eru mjúk og hlý en önnur hörð og kraftmikil eins og sprengjur. Það er mjög misjafnt hvaða ljóð höfða til hvers og eins og það er því þitt hlutverk að fara á bókasafnið, velja nokkrar ljóðabækur af handahófi og prófa að fletta þeim. Þannig finnurðu þinn eigin smekk og hvað þér finnst skemmtilegt; hvaða orð og hvaða ljóð hreyfa við þér. 164 Hvað fannst mér skemmtilegast í þessum kafla? Hvað finnst mér um ljóð? Hvernig ljóðum hef ég mest gaman að? Finndu hvar þinn áhugi liggur! Hvar í umhverfinu sérðu ljóð? Horfðu í kringum þig – þau leynast víða! er með á hreinu muninn á hefðbundnum (bundnum) og frjálsum ljóðum (óbundnum). skil hvað hugtakið ljóðmælandi er. kann að finna ljóðstafi í ljóðum. þekki mismunandi tegundir af rími í ljóðum. Hvernig geta ljóð verið ólík? Finndu eins mörg dæmi og þér dettur í hug. Hvaða atriði þekkirðu sem skapa stemmningu í ljóðum? Hvernig er gott ljóð í þínum huga? Er boðskapur í öllum ljóðum? Hvernig boðskapur finnst þér vera algengastur í þeim ljóðum sem þú hefur lesið?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=