Kveikjur

163 Annars konar ljóðagreining 15. Framar í kaflanum var hluti úr ljóði Theodóru Thoroddsen Mitt var starfið. Hér eru öll erindin. Finndu ljóðstafi og rím í ljóðinu. Útskýrðu rímið eins vel og þú getur. Finndu merkingu undirstrikuðu orðanna og skrifaðu niður. Mitt var starfið Mitt var starfið hér í heim heita og kalda daga að skeina krakka og kemba þeim og keppast við að staga. Eg þráði að leika lausu við sem lamb um grænan haga, en þeim eru ekki gefin grið, sem götin eiga að staga. Langaði mig að lesa blóm um langa og bjarta daga, en þörfin kvað með þrumuróm: „Þér er nær að staga.“ Heimurinn átti harðan dóm að hengja á mína snaga, hvað eg væri kostatóm og kjörin til að staga. Komi hel með kutann sinn og korti mína daga, eg held það verði hlutur minn í helvíti að staga. Theodora Thoroddsen • Um hvað er ljóðið? Endursegðu það í stuttu máli – með þínum orðum. • Hvert er hlutverk konunnar í ljóðinu? • Hvað þráði hún og af hverju gat hún ekki látið drauma sína rætast? • Hvenær heldurðu að þetta ljóð hafi verið samið? • Ef ljóðið væri samið um karl, hvernig heldurðu að hans hlutverki væri lýst? • Á þetta ljóð vel við í dag? Er staða kvenna lík því í dag sem lýst er í ljóðinu? Færðu rök fyrir máli þínu og nefndu dæmi. Hér kemur sér vel að skoða handbækur, Bragfræði og orðabækur. 16.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=