Kveikjur

161 Upplestrarkeppni Haldið litla upplestrarkeppni á vel völdu ástarljóði í bekknum. Skiptið bekknum í nokkra hópa, til dæmis svona: • einn hópur les af mikilli ástríðu • einn hópur les drungalega • einn hópur les kæruleysislega • einn hópurinn les með dæmigerðri auglýsinga- eða kynningarödd • einn hópurinn syngur eða rappar Hvað ef þú værir einn eða ein? Skrifaðu 150–200 orð um hugleiðingar þínar varðandi efnið og segðu jafnframt frá því hvað þú myndir gera ef þú værir í sporum Palla – að vera ein(n) í heiminum í einn dag. Hvers myndirðu sakna? Hvað værirðu fegin(n) að vera laus við? Hvaða ljóð er þitt ljóð? Af hverju? Berðu saman öll ljóðin í þessum kafla. Er munur á þeim eftir ritunartíma eða kyni höfunda? Hvaða ljóð höfðar mest til þín? Hvaða ljóð er eftirminnilegast? Af hverju? Gefðu þér tíma til að velta þessu fyrir þér. Ljóðabókin þín! Gefðu út þína eigin ljóðabók! Skrifaðu fjögur ljóð eða fleiri um efni að eigin vali, skrifaðu þau eða prentaðu út og búðu til þína eigin ljóðabók í nokkrum eintökum (eitt fyrir þig, eitt fyrir kennarann, eitt fyrir foreldra). Notaðu ímyndunaraflið, blað, blýant, liti, skæri, lím, skraut, ljósritunarvél, myndir – hvaðeina sem þér dettur í hug. Ekki gleyma að merkja bókina með titli og nafni! Klippiljóð Gríptu dagblöð, gamlar bækur, skæri og lím og búðu til þitt eigið klippiljóð. Hér gilda engar reglur og hér eru nokkrar tillögur að titlum, sem eru samt bara til að koma þér af stað: • Fagur fiskur í sjó • Skóladagur • Ást er ást er ást • Farðu í rass og rófu Af hverju var Palli einn? Finndu bókina Palli var einn í heiminum á bókasafninu eða í hillunni heima. Veltu fyrir þér ljóðinu á blaðsíðu 159 og efni sögunnar í samvinnu við nokkra bekkjarfélaga. Skoðaðu vel þær blaðsíður sem ljóðmælandi vísar sérstaklega í. 8. 9. 10. 12. 13. 11.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=