Kveikjur

158 Kirkjugarður á sólardegi Hlaðinn veggur þykkir skuggar Hvað þýðir þetta ljóð? Það veit enginn fyrir víst. Jafnvel þótt allur bekkurinn læsi það og reyndi að túlka það. Hver er ástæðan fyrir því? Ástæðan er … rými. Rýmið á milli orðanna; allt þetta sem er ósagt. Það er okkar að teikna upp myndina út frá takmörkuðum forsendum – að því leytinu til er ljóð eins og ákveðin tegund af gátu. Ef við notumst við hugsanaromsur getum við smám saman teiknað upp myndina. • Hvar er þessi kirkjugarður? • Hvaða vegg er verið að tala um? • Hver er ljóðmælandi? Karl eða kona? • Er ljóðmælandi barn eða fullorðinn? • Hvaða „þú“ er það sem ljóðmælandi er að tala við? • Og af hverju þarf ljóðmælandi að taka fram að þessi „þú“ er ekki í þessum skuggum? • Þegar ljóðmælandi segir skuggar, er hann kannski að meina grafir? Eða legsteina? • Hvaða máli skiptir hvort það er sól eða ekki – af hverju þarf að taka það fram? • Hvernig læsum við þetta ljóð ef titilinn væri annar, t.d. „Þar sem þú ert“ eða „Útsýni af bekknum?“ Þessi örfáu orð í ljóðinu kalla fram mynd í huganum sem er á sama tíma mjög skýr og svo óskýr að hún kallar á fleiri spurningar en svör. Ástæðan fyrir því að enginn einn getur túlkað ljóðið á réttan hátt er sú að orð eru svo margslungin og margræð. Þau fela í sér ótal margt undir yfirborðinu. Bara einfalt orð eins og „hestur“ kallar á ótal tengingar. Allt fer þetta eftir reynslu og þekkingu hvers og eins. Hvaða orð koma upp í huga þinn þegar þú hugsar um orðið „hestur?“ Gerðu einfalda æfingu með nokkur orð hér fyrir neðan og skrifaðu niður öll orð og hugmyndir sem koma upp í hugann þegar þú ígrundar þau: mánudagur sumarbústaður togari Gullfoss sjónvarpsfréttir fótbolti þriðjudagskvöld skólamáltíð Alþingi Finnurðu hvernig orðin innihalda ólíkar tengingar? Ef þú berð þína lista saman við lista bekkjarfélaganna sérðu líka að hjá þeim innihalda orðin stundum sömu tengingar og stundum allt aðrar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=