Kveikjur

155 5. Lestu ljóðin hér – og búðu til titil á þau. Punktaðu hjá þér af hverju þú valdir þennan titil, þ.e. hvað það var í ljóðinu sem fékk þig til að velja titilinn. TITILL aldrei var nokkurt eyland jafn fagurt og frjálst jafn glitrandi hlýtt og nákomið mér og daginn sem mér tókst að láta hafragrautinn dansa í mjólkinni í fyrsta sinn Guðrún Hannesdóttir TITILL Þú óró hins myrka blóðs og eitur grannra beina, þú sem kemur í formleysi og heldur dyrum hamingjunnar í hálfa gátt. Óvissa, óvissa, hve innilega ég hata þig. En daginn sem ég myrði þig, mun hjarta mitt springa. Stefán Hörður Grímsson TITILL Kári Tulinius TITILL Hamingjan getur orðið svo hversdagsleg að við köstum henni frá okkur eins og notaðri flík og fáum okkur nýja seinna þegar nýju fötin þrengja að þá hugsum við með söknuði um gamla flík fékk hana kannski einhver annar var henni hent eða hangir hún enn inni í skáp og bíður eftir okkur Þuríður Guðmundsdóttir

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=