Kveikjur

134 Markmiðið með þessum kafla er að æfa langhlaup í lestri. Þess utan skoðum við enn fleiri leiðir sem rithöfundar nota til að hafa áhrif á lesendur sína, s.s. vísanir, beina og óbeina ræðu, innra samtal, persónulýsingu og fleira. 8. kafli Ást er … að týnast í orðum Tungumálið er tilfinningaríkt Mjög mörg listaverk fjalla með einum eða öðrum hætti um ástina, þessa undarlegu tilfinningu sem enginn virðist skilja til fulls og margir eru ósammála um hvar býr. Flest höfum við einhvern áhuga á ást, því annars væri hún varla svona áberandi í allri okkar menningu. Í hvers kyns ástartjáningu kemur vel fram hvað tungumálið er áhrifamikið – þegar manneskja sem við elskum segir við okkur falleg orð getur það sent mjúka strauma í gegnum allan líkamann. Að sama skapi getur hið andstæða valdið okkur mikilli vanlíðan. Orðin hafa þannig bein, líkamleg áhrif. „ – Gjörðu svo vel, átt þú þetta ekki? Hún lítur svo snöggt upp að hún er næstum búin að reka höfuðið í útrétta hönd Tristans. Hann er með pennaveskið hennar í hendinni. Þetta er eldgamalt pennaveski, hrikalega smástelpulegt með bleikum blómum. Íris finnur hvernig hún stokkroðnar.“

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=