Kveikjur

127 Að brjótast inn í harðlæstan texta Skoðum núna enn betur hvernig tungumál eru náskyld. Hér á næstu blaðsíðu er stuttur kafli úr íslenskri skáldsögu sem hefur verið þýdd yfir á færeysku. Ef þú leggur höfuðið í bleyti geturðu komist ansi nálægt því að þýða orð fyrir orð, bara með rökhugsun og eigin þekkingu á tungumálinu. Til að hjálpa þér að byrja er hér fyrsta málsgreinin þýdd orð fyrir orð og svo er hún líka brotin niður í leiðir til að finna merkinguna: Nábúlagið er ein lítil verð heilt fyri seg og har eru öll tey ævintýr og loyndarmál, sum eru í hvörjari verð sum er. Skoðaðu tvo fyrstu dálkana í töflunni og sjáðu hvað þetta getur verið einfalt – ef þú beitir rökhugsuninni og þeirri þekkingu sem þú hefur á tungumálum. Orðið nábúlagið hljómar við fyrstu sýn afar flókið og lokað. En með því að brjóta það niður í ná-bú-lagið sérðu að: • ná = eitthvað sem er nálægt • bú – eitthvað sem hefur að gera með það að búa • lagið = eitthvað sameiginlegt, eins og í íslensku orðunum fé-lag eða samfé-lag Með rökhugsun geturðu fundið út að líklega þýði orðið nábúlag hverfi. Færum rannsóknina yfir á ensku líka. Skoðaðu þriðja dálkinn og berðu saman orðin í fyrstu setningunni. Jafnvel þarna sérðu mikinn skyldleika – enska orðið neigh-bor-hood hljómar mjög skylt orðinu ná-bú-lag. FÆREYSKA ÍSLENSKA ENSKA Nábúlagið Hverfið The neighborhood er ein er ein is one verð veröld world heilt alveg all fyri seg út af fyrir sig for itself og har og þar and there eru öll eru öll are all tey þau the ævintýr ævintýri adventures og og and loyndarmál leyndarmál secrets sum eru í sem eru í that are in hvörjari verð hvaða veröld every world sum er sem er there is

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=