Kveikjur

126 Íslenska og færeyska eru tvö tungumál sem eru mjög skyld en samt er ekkert auðvelt fyrir okkur að skilja færeysku. Ekki nema við reynum – og reynum svolítið á heilann í leiðinni. Staðreyndin er sú að ef þú leggur svolítið á þig og beitir þekkingu og rökhugsun geturðu brotist inn í mjög mörg tungumál, sérstaklega norræn tungumál, ensku og þýsku. Hér er æfing, áður en gamanið kárnar (hvað þýðir það?) og við færum okkur upp á skaftið (hvaða skaft?). Hér fyrir neðan er færeyskur brandari. Vinnið í pörum og byrjið á því að þýða hvert einasta orð. Þýðið svo brandarann í heild sinni eftir fremsta megni: Tvær kýr standa á eini ong. So sigur onnur: – Muuuuh! So sigur hin: – Skít, tað var júst tað, eg ætlaði at siga. Var þetta nokkuð mál? Gott, því að hér er örlítið flóknari brandari til að þýða. Mundu að nota rökhugsunina og hugsa um orðhlutana – að taka orðin í sundur og flokka í orðflokka – er orðið nafnorð, lýsingarorð, fornafn eða hvað? Biddu kennarann um aðstoð ef þetta er flókið – hann lumar á nokkrum góðum ráðum: – Andrass, nú stendur tú ikki og lærir pappageykin að banna?! – Nei, eg fortelji honum bara, hvat hann ikki skal siga. Hvaða orð voru snúin? Af hverju voru þau snúin? Núna þegar þú skilur merkingu þeirra – áttarðu þig á hvað hún var í rauninni augljós? Þetta gildir býsna oft, líka í íslensku þegar við rekumst á orð sem eru ný og virðast vera snúin. Ef við reynum að finna kjarna þeirra með því að finna orðhlutana er leiðin oft greið. Dæmi: • skólastofa • lögreglumaður • nærumhverfi • fyrirsjáanlegur • brjóstumkennanlegur • hundslappadrífa Að brjótast inn í fimmaurabrandara

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=