Kveikjur

121 Og af því að tungumálið er ekki eins lokað kerfi og ætla mætti getum haft bein áhrif á það – ef við tökum okkur valdið til þess. Hver stjórnar því hvaða nýyrði verða til? Við sjálf. Hver stjórnar því hvort þau ná fótfestu? Við sjálf. Það er ekki beinlínis starfandi nefnd á vegum ríkisins sem stjórnar tungumálinu. En opinberir aðilar leggja samt sitt af mörkum við að halda utan um tungumálið og vernda það, t.d. með samræmdum stafsetningarreglum. Vissirðu t.d. að til er Íslensk málnefnd sem hefur mjög skýrt og mikilvægt hlutverk? Þannig hjálpast allir að við að viðhalda íslenskunni, bæði einstaklingar og stofnanir, vegna þess hversu mikilvæg hún er. Það breytir því ekki að tungumálið er lifandi, kvikt, síbreytilegt og í okkar eigin höndum á hverjum einasta degi! Hvaða vald hafa unglingar til að skapa íslenska tungu? Þeir hafa öll völd í þeim efnum! Öll orð eru bullorð þangað til nógu margir ákveða annað. Þegar nógu stór hópur hefur samþykkt að orð hafi tiltekna merkingu er það orðið eðlilegur hluti af tungumálinu. Hugleiðing Hvað haldið þið að séu til mörg orð yfir snjókomu? En rok? Hvað með sögnina að ganga? Finnið sem flest orð og notið til þess orðasafn heilans og orðabækur. Af hverju eru til svona mörg orð yfir þessi fyrirbæri? Er einhver merkingarmunur á þeim? Dugar ekki eitt? Hver er munurinn á að strunsa og lötra? En hver er munurinn á roki og fárviðri? Nýyrðasmíði • Það er sáraeinfalt að búa til ný orð, ef þú bara leyfir þér að prófa. Glæný orð fyrir orðið unglingur eru t.d. miðeskja, óþrói og ungverpi. Taktu tungumálið í þínar eigin hendur og prófaðu að búa til ný orð fyrir þessi orð: hamborgari koss hjólabretti partý • Finnið nothæfar útgáfur af þessum orðum á íslensku, orð sem þið sjáið fyrir ykkur að myndu auðveldalega leysa þessi af: Sjitt Beila Meikar sens Dánlóda Sæna sig inn Ókei Feil 1. 2.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=