Kveikjur

Að lokum – þetta um lestrartækni Það skiptir ekki máli hvort þú ætlar þér að læra mikið eða lítið í framtíðinni og hvort þú ætlar að verja ævinni við lestur fræðitexta eða ekki. Að tileinka sér þau vinnubrögð sem eru nauðsynleg til að meðtaka fræðigrein gagnast öllum einstaklingum í daglegu lífi, t.d. við að setja sig inn í mikilvæg þjóðfélagsmál í gegnum fjölmiðla og umræðu á netinu. Þess er krafist af öllum borgurum í lýðræðissamfélagi að bera sameiginlega ábyrgð með ýmsum hætti, til dæmis með þátttöku í kosningum. Og þá skiptir máli að kunna að setja sig vel inn í málin. 116 Finndu hvar þinn áhugi liggur! Láttu það eftir þér að lesa fræðandi og skemmtilegt efni. Það eflir hugsun og þjálfar læsið! Hvað fannst mér skemmtilegast í þessum kafla? Hvar liggur minn styrkur í lestrartækni og hvar þarf ég að styrkja mig? þekki muninn á forlestri og eftirlestri. skil hvernig lykilorð hjálpa við lestur. kann að gera hugarkort. skil hvað efnisgrein er. þekki aðferðir við að skrifa leiðbeiningar. Hvaða glósuaðferð finnst þér best að nota? Hvaða lestraraðferð finnst þér best að nota þegar þú lest fræðilegan texta?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=