Komdu og skoðaðu íslenska þjóðhætti

Hvað viltu verða? Á Íslandi vinnur fólk við ýmis störf. Krakkar hafa úr mörgu að velja þegar þeir íhuga hvað þeir vilji verða þegar þeir eru orðnir stórir. Þannig var það ekki áður fyrr. Fólk hefur búið á Íslandi í rúmlega ellefu aldir. Mestan hluta þess tíma bjuggu nær allir í sveit og unnu við landbúnað og heimilisiðnað. Seinni hluta vetrar fóru margir karlmenn í ver og reru til fiskjar. Flest ár var einhver innflutningur með seglskipum til landsins en fólk gat þó ekki treyst á vörur frá útlöndum. Íslendingar urðu að vinna allar lífs- nauðsynjar, eldsneyti, áhöld, mat, föt og hús, úr því sem landið gaf. 2

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=