Komdu og skoðaðu íslenska þjóðhætti

Grýla og Leppalúði áttu mörg afkvæmi og voru jólasveinarnir frægastir. Þeir voru stórir, ljótir og luralegir. Sumir héldu að þeir væru klofnir upp í háls með kringlótta fætur en aðrir að þeir væru tómur búkur í gegn. Þeir klæddust rönd- óttum fötum, með gráa húfu og höfðu með sér gráan poka. Þeir lifðu á því sem talað var ljótt en voru líka hrekkjóttir og þjófóttir. Þeir báru flestir nöfn eftir hegðun sinni svo sem Ketkrókur, Bjúgna- krækir, Hurðaskellir og Kertasníkir. Þeir komu til byggða, einn og einn síðustu daga fyrir jól. Síðan snigluð- ust þeir aftur til fjalla eftir jólin. 23 Í gömlu ljóði er sagt að Grýla hafi drepist úr hungri ein jólin þegar öll börnin voru þæg. Gömlu jólasveinarnir hafa breyst og eru nú hinir bestu sveinar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=