Komdu og skoðaðu íslenska þjóðhætti

Á aðfangadag þegar verkum var lokið, allt hreint og fágað og allir þvegnir og greiddir, gekk húsfreyjan í kringum bæinn og sagði: „Komi þeir sem koma vilja, fari þeir sem fara vilja, veri þeir sem vera vilja, mér og mínum að meinalausu.” Þá gengu jólin í garð. Jólaguðspjallið var lesið, sálmar sungnir og borðaður meiri og betri matur en hversdags. Ekki var venja að gefa jóla- gjafir en allir fengu jólakerti. Á jólanótt lét fólk ljós loga í baðstofunni því að sagnir voru um að huldufólk dansaði í húsum manna þá helgu nótt. 21

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=