Ísland, landið okkar

30 Höfuðborgin heitir Reykjavík Á Íslandi búa flestir þar sem hafnir eru við ströndina. Nærri tveir þriðju hlutar þjóðarinnar búa í Reykjavík og nágrenni hennar. Sagan segir að fyrsti landnámsmaðurinn hafi reist bæ sinn í Reykjavík. Hann hét Ingólfur Arnarson og kom frá Noregi. Ingólfur á að hafa gefið staðnum nafnið Reykjavík af því að hann sá gufu stíga til himins frá heitum laugum í Laugardal . Á Arnarhóli er stytta af Ingólfi Arnarsyni. Miðborg Reykjavíkur

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=