Ísland - Hér búum við - vinnubók

80 HÓPVERKEFNI HÓPVERKEFNI Skiptið ykkur í hópa og veljið eitthvað af eftirtöldum verkefnum til að kynna ykkur nánar. Þið gætuð hjálpast að við að útbúa heimasíðu ykkar heimabyggðar, eða veggspjald eða annað með öllum upplýsingum sem þið finnið í hópunum. Fortíð – sagan 1. Saga heimabyggðar, landnám og uppbygging. 2. Jarðsagan í heimabyggð. 3. Sögufrægir staðir, ferðamannastaðir, hvað vilja ferðamenn sjá? 4. Þjóðsögur úr heimabyggð. Samtíð – nútíminn 1. Kort af svæðinu – þéttbýli/ dreifbýli. 2. Landslag og landshættir. 3. Gróður og dýralíf. 4. Þekktar ár, fossar, vötn, firðir, víkur, fjöll, dalir, – eða hæstu og lengstu. 5. Þekkt örnefni og saga þeirra. 6. Þéttbýliskjarnar – húsin í bænum. 7. Sveitarstjórnin og stjórnsýslan. 8. Þekktir einstaklingar úr heimabyggðinni. 9. Hvaðan kemur vatnið? 10. Hvaða stóru vinnustaðir eru í heimabyggðinni? Við hvað starfar fólkið? 11. Landbúnaður, sjávarútvegur, þjónusta. 12. Samgöngumál og vegakerfið. 13. Skólamál – hvað geta krakkar/unglingar gert? Afþreying fyrir krakka/unglinga – vinna fyrir unglinga. 14. Afþreying í heimabyggð – útbúa bækling eða heimasíðu. 15. Hvað eru fastir liðir í skemmtanahaldi? 16. Hvers myndir þú helst sakna úr þinni heimabyggð ef þú flyttir til útlanda? 17. Hver er sérstaða þinnar heimabyggðar – kostir og gallar? 18. Menning, landslag, náttúra. 19. Listaverk. Framtíð – framtíðarsýn 1. Hugmyndir þínar um hvað má betur fara í þinni heimabyggð. Settu fram rökstuðning og útskýrðu. 2. Hvað finnst þér vanta? HEIMABYGGÐIN Lesbók bls. 86-87

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=