Ísland - Hér búum við - vinnubók

40136 íslanD Hér búum við – vinnubók Í vinnubók þessari er að finna verkefni sem ætlast er til að nem- endur vinni samhliða kennslubókinni Ísland, hér búum við eftir Hilmar Egil Sveinbjörnsson. Lögð er áhersla á að verkefnin séu fjölbreytt og áhugaverð. Reynt var að hafa þau þannig að þau hæfðu bæði til einstaklingsvinnu og hópvinnu. Verkefnin tengjast landafræði Íslands almennt og sérstak- lega er unnið með hvern landshluta, þ.e. Vesturland, Vestfirði, Norðurland vestra, Norðurland eystra, Austurland, Suðurland, Suðurnes, Reykjavík og nágrenni og hálendi Íslands. Einnig eru hugmyndir að vinnu tengdri heimabyggð nemenda. Vinnubókin er bæði gefin út prentuð og rafræn á neti þannig að hægt er að velja einstök verkefni.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=