Ísland - Hér búum við

37 Hvernig nýtum við hafið Í sjónum í kringum Ísland eru ein auðugustu fiskimið jarðar. Um aldir hafa Íslendingar veitt fisk í sjónum við strendur Íslands. Síðan komu aðrar þjóðir og veiddu fisk á Íslands- miðum. Í dag má það ekki. Landhelgi Íslands nær 200 sjómílur frá ströndum landsins sem þýðir að enginn má veiða innan lögsögunnar án þess að fá leyfi hjá Íslendingum. Ein sjómíla er 1852 metrar. Lögsaga er svæði sem yfirráðaréttur nær til. Helstu fiskitegundir Í sjónum við Ísland hafa fundist um 360 tegundir af fiskum. Sumar þessara tegunda eru mjög sjald- gæfar á Íslandsmiðum og hafa aðeins veiðst einu sinni. Aðrar tegundir flækjast hingað reglulega frá öðrum hafsvæðum en hverfa svo aftur. Helstu nytjastofnar Íslendinga eru þorskur, ýsa, ufsi, síld, makríll og loðna. þorskur loðna ýsa ufsi makríll síld 2 0 0 s j ó m í l u r Hafsvæðið sem Íslendingar ráða yfir.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=