Ísland - Hér búum við

36 A u s t u r - G r æ n l a n d s s t r a u m u r i n n G o l f s t r a u m u r i n n I r m i g e r s t r a u m u r i n n Grænland Noregur Ísland Atlantshaf Barentshaf Noregshaf Norðursjór 36 Ísland er í Norður-Atlantshafi og er Atlants- haf eitt af stærstu höfum heims. Hafsvæðin umhverfis Ísland heita þó ýmsum nöfnum. Það þekkjum við best ef við skoðum firði, flóa og víkur allt í kringum Ísland. Á hafs- botni er líka fjölbreytt landslag, fjöll og dalir, alveg eins og á landi. Ísland er á mótum kaldra og heitra haf- strauma. Golfstraumurinn ber hlýjan sjó sunnan úr höfum til Íslands sem gerir það að verkum að hlýrra er hér en á sömu breiddargráðu sitt hvoru megin við Atlants- hafið. Tveir hafstraumar bera kaldan sjó að landinu, norðan og austanverðu. Austur- Grænlandsstraumur streymir frá Norður- Íshafi meðfram austurströnd Grænlands og Austur-Íslandsstraumur sem myndast í hafinu austan við Grænland, streymir suður með Austurlandi og hefur mikil áhrif á veðurfarið þar. Í þessum kafla lærir þú um • hafið umhverfis Ísland • heiti hafsins • hafstrauma umhverfis landið • landhelgi Íslands • hvernig við nýtum okkur það sem hafið gefur okkur Hafið umhverfis landið Hafstraumar við Ísland

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=