Hreinthaf - Plast á Norðurslóðum

41 Hjálpaðu hafinu á baðherberginu Við höfum áhrif á hafið þó að við séum heima hjá okkur. Vatnið sem rennur í niðurfallið og klósettið fer á endanum út í sjó. Það er því hægt að vernda hafið með því að gæta þess að sturta aðeins niður pissi, kúk, gubbi, blóði og klósett- pappír. Það má ekki sturta niður blautþurrkum, eyrna- pinnum, tannþræði og hári. Á baðherberginu má finna sápur og hreinsiefni. Sumar sápur geta haft skaðleg áhrif á lífríkið í sjónum. Það hjálpar hafinu að nota aðeins umhverfisvæn hreinsiefni og sápur. Umhverfismerkin góðu segja okkur að efnin séu minna skaðleg hafinu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=