Hreinthaf - Plast á Norðurslóðum

40 Hvernig getur þú hjálpað hafinu? Hvort sem þú býrð við ströndina eða inni í landi getur þú hjálpað hafinu ámarga vegu. Þú getur verið góð fyrirmynd og sagt öðrum frá mikilvægi hafsins. Þú getur notað minna plast, gætt að því hvað fer í niður- fallið á baðherberginu og passað upp á að koma um- búðum í endurvinnslu þegar við erum á ferðinni. Nú veist þú hve mikilfenglegt hafið er. Hafið hefur mikil áhrif á líf okkar og við höfum mikil áhrif á hafið. Hafið veitir okkur helming þess súrefnis sem við öndum að okkur, flestar lífverur á Jörðinni búa í hafinu og það færir okkur mat, innblástur og skemmtun. Mannfólkið getur ekki verið án hafsins og því er mikilvægt að við berum virðingu fyrir því og verndum það.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=