Varúð - Hér býr ... Varúlfur

80 „Ókei,“ segi ég, ekki mjög sannfærandi. „Það er verk að vinna! Við þurfum að passa að mammúlfurinn … eða þú veist, varúlfurinn hún mamma þín, fari ekki að leita sér að fæði. Þá gæti eitthvað hræðilegt gerst!“ Sama og síðast, hugsa ég með mér. Ekkert mál. Bara kattamatur í dós. Lokka hana inn í herbergi og læsa. Ekkert mál. Við Marius læðumst fram á mannlausan ganginn. Hér er niðamyrkur og ekkert heyrist nema spangólið úr garðinum. Ég sæki fjórar dósir af kattamat í skúffuna. Svo opna ég þá fyrstu og rétti Mariusi. „Sama og síðast?“ „Jebb. Ekkert mál,“ segir Marius og reynir að hljóma öruggur með sig. Ég geng hægum skrefum fram í anddyrið. Í þetta sinn sleppi ég því að reima skóna. Lyktin af kattamatnum er svo megn að ég kúgast. Geng svo út um dyrnar, anda djúpt ofan í maga og held niður tröppurnar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=