Varúð - Hér býr ... Varúlfur

78 „Við verðum bara samferða í skólann. Viltu allavega hringja í pabba þinn og spyrja hvort það sé í lagi? Ég vil ekki vera hérna ein ef mamma breytist aftur.“ Marius kinkar kolli og teygir sig í símann. Á meðan hann talar við pabba sinn fer ég yfir atburði kvöldsins í huganum. Ég sé ljóslifandi fyrir mér hvernig ég stökk án umhugsunar á mömmu svo bollinn brotnaði og mamma brjálaðist. „Ég má gista,“ segir Marius og brosir. „Kúl. Hvert heldurðu að Úlfhildur hafi farið?“ spyr ég. „Bara … heim til sín eða eitthvað. Kannski býr hún í helli? Ég veit það bara ekki.“ „Vonandi bítur hún engan í nótt.“ „Já … vonandi,“ samsinnir Marius. Það er þungt loft í herberginu og martraðirnar bíða eftir að hrella mig. Þreytan lamar á mér fæturna og áður en ég veit af er ég í fastasvefni. Líklega hefði ég ekki vaknað við hljóðið. Ég hefði sofið í gegnum lætin hefði Marius ekki hrist mig til.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=