Varúð - Hér býr ... Varúlfur

56 Ég opna útihurðina eins hægt og ég get. Samt heyrir mamma í mér. „Hæ, ástin mín! Ert þetta þú?“ hrópar mamma úr stofunni. Er þetta ég? Hvers konar spurning er þetta? Hver sem er gæti svarað þessari spurningu játandi. Það er engin furða að mamma lét breyta sér í varúlf. Hún er svo jákvæð og treystir öllum sem hún kynnist. „Hvað ef ég væri þjófur?“ kalla ég á móti. „Láttu ekki svona Marta. Komdu inn og heilsaðu!“ hrópar mamma aftur. Ég sparka af mér skónum og dreg Marius á eftir mér. Eigi ég að standa í þessu veseni vil ég ekki vera ein. „Hæ elskan,“ segir mamma aftur og knúsar mig fastar en venjulega. „Umm … hæ,“ muldra ég án þess að það heyrist því ég er klesst upp að bringunni á henni. „Þetta er hún Marta mín,“ segir mamma og heldur um axlirnar á mér. „Þið hittust nú aðeins í fyrradag.“

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=