Varúð - Hér býr ... Varúlfur

55 „Ekki ef við stöðvum þær báðar,“ svara ég og gjóa augunum á flöskuna í hendi Mariusar. „Ég vona bara að þetta sé nóg … “ segir Marius. „Enga svartsýni núna. Við höfum ekki tíma. Sjáðu himininn. Það er byrjað að dimma!“ „Hvernig gerum við þetta? Þær hljóta að vera á leiðinni á stefnumót. Við verðum að stöðva þær!“ Svarið kemur til mín um leið. Eftir að hafa glápt á alls konar væmna sjónvarpsþætti og bíómyndir í gegnum tíðina veit ég allt um svona stefnumót. „Þegar fólk vill hafa rosa rómó þá eru alltaf jarðarber!“ segi ég Mariusi. „Svo þarf auðvitað að vera súkkulaði líka. Við sköpum rómantíska stemningu í stofunni. Gefum þeim jarðarber og súkkulaði. Svo gerum við drykk úr jurtunum og bíðum eftir að þeim batni.“ Marius horfir á mig rannsakandi augum. Hann veit ekki jafn mikið um þessa hluti og ég. Hann hefur aldrei verið skotinn, hvað þá ástfanginn. Líklega hefur hann aldrei lesið bók eftir Þorgrím Þráinsson. Þess vegna skilur hann þetta ekki jafn vel og ég.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=