Varúð - Hér býr ... Varúlfur

9 „Gerðu þér bara samloku,“ hrópar mamma á móti. Litlu síðar kemur hún fram, í kjól og hælaskóm. „Er það ekki allt í lagi, ástin mín?“ spyr mamma brosandi. Áður en ég næ að svara er bankað á útidyrnar. Mamma gengur hikandi í anddyrið en stoppar við spegilinn. Hún horfir rannsakandi augum á spegilmyndina. Svo togar hún kjólinn til og frá og lagar á sér hárið. „Æmamma. Það skiptir engu máli hvernig þú lítur út, heldur hvernig þú ert.“ Ég hélt að mamma yrði ánægð með þessa athugasemd en hún ranghvolfir bara augunum. Svo opnar hún dyrnar. Fyrir utan sé ég hávaxna konu. Hún tekur skref inn fyrir og stendur nú í anddyrinu. „Marta, þetta er Úlfhildur. Dýralæknirinn sem ég sagði þér frá,“ segir mamma og brosir. „Sæl, unga dama,“ segir konan og setur upp gervilegasta bros sem ég hef séð. „Hæ,“ svara ég eins þurr á manninn og ég get.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=