Varúð - Hér býr ... Varúlfur

8 „Hún er svo falleg, Marta. Þú ættir að sjá brosið hennar … og augun. Þessi augu,“ segir mamma og horfir dreymin upp í loft. „Hvað er að Hvæsa?“ spyr ég svo ákveðin að mamma kemst ekki hjá því að svara mér. „Iss, ekkert alvarlegt. Hann þurfti bara að fá ormalyf.“ „Oj … hvað meinarðu með ORMAlyf?“ „Sko, kettir geta fengið orma inn í sig,“ útskýrir mamma. „Þá verða þeir voðalega veikir og feldurinn breytist. En engar áhyggjur, ástin. Hann Hvæsi fékk ormalyfin sín hjá lækninum. En …. Marta … “ „Hvað?“ spyr ég og reyni að kúgast ekki við tilhugsunina um iðandi orma. „Þú verður að vera ein heima í smá stund í kvöld. Sæti dýralæknirinn bauð mér sko á stefnumót!“ Mamma verður eldrauð í framan eins og tómatur. Svo fer hún inn í herbergi til að finna föt fyrir kvöldið. „En … Hvað á ég að borða í kvöldmat?“ kalla ég á eftir henni.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=