Hér býr umskiptingur

69 SLÍMUGT SKÖTUVATN „Hvað ertu að gera, stelpuskjáta?“ segir Álfmundur. Hann gnæfir yfir mér með skötubita á víð og dreif í blautu skegginu. „Mér datt bara í hug að þið vilduð nesti,“ svara ég og krosslegg hendur. Álfdís horfir á mig og grettir sig. „Þú ert kannski aum mannvera, Marta en þú hugsar eins og slóttugur svartálfur.“ Svo tekur hún undir handlegg Álfmundar og dregur hann út úr íbúðinni. Ég skelli í lás á eftir þeim og sný mér fegin við. Gólfið er þakið slímugu skötuvatni og lyktin svo slæm að mig langar mest að gubba. Ég er þó svo fegin að vera laus við álfana að mér stendur á sama. „Hvað gerðist hér?“ spyr Marius sem er kominn fram. Hann heldur á Þór sem brosir, feginn að leikurinn sé búinn.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=