Hér býr umskiptingur

44 „Marius. Ert þetta þú?“ spyr ég og legg eyrað upp að köldu hrauninu. „Já … Marta … viltu hjálpa mér?“ svarar röddin klökk. Þór byrjar að hágráta þegar hann skilur að það er í raun bróðir hans sem er fastur inni í klettinum. „Þetta er allt í lagi,“ segi ég við Þór og faðma hann að mér. „Við björgum honum.“ Ég veit ekki enn hvernig ég á að standa við það. Það eina sem ég get gert er að reyna. Nú veit ég að Marius sem át allar lummurnar er ekki vinur minn. Hinn eini sanni Marius hefur verið tekinn og lokaður inni í álfakletti. Í staðinn fengum við dónalegan, gráðugan og glottandi álf sem er vondur við Þór og getur ekki hætt að borða. Fyrir ári síðan hefði ég ekki trúað því að umskiptingar væru til í alvöru. Nú veit ég hins vegar að vampírur og varúlfar eru allt um kring. Auðvitað hljóta álfar þá líka að vera raunverulegir. „Við björgum þér,“ segi ég við klettinn. „Engar áhyggjur. Ég er með áætlun.“

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=