Hér býr umskiptingur

38 Þótt Þór sé lítill er hann er ansi þungur. Loks get ég ekki meir svo ég set hann niður og bið hann að hlaupa með mér. „En … Marius er vondur,“ segir Þór og neitar að halda áfram. „Ég veit. Marius er vondur. En við ætlum að bjarga honum. Ókei? Þú þarft að hjálpa mér Þór. Þú þarft að hlaupa rosa hratt. Geturðu það?“ Þór þurrkar tárin og brosir. „Bjarga Mariusi? Ég og þú saman?“ „Já, og Hvæsi,“ svara ég og brosi á móti. Við tökum á rás og litlir fætur Þórs koma á óvart. Hann hleypur næstum jafn hratt og ég. Við sjáum Hvæsa elta Marius inn þrönga götu. Þeir fara framhjá gömlu fiskbúðinni á horninu og í átt að hrauninu fyrir aftan innsta húsið. Ef við missum Marius á hraunsvæðið er ekki víst að við finnum hann aftur. Þar eru ótal krókar og kimar þar sem hægt er að fela sig. „Marius, stopp!“ hrópar Þór með sætu röddinni sinni.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=