Hér býr umskiptingur

37 „Hvað ertu að gera?“ spyr Marius og það vottar fyrir ótta í rödd hans. „Ekkert sem þú átt ekki skilið,“ svara ég ákveðin. Svo hleypi ég Hvæsa út úr búrinu. Kötturinn stekkur í loftköstum í átt að Mariusi sem öskrar af hræðslu. Marius tekur á rás út um dyrnar og Hvæsi á eftir. Ég gríp Þór í fangið, því ekki get ég skilið lítið barn eftir eitt heima. Ekki miðað við söguna sem ég las áðan. Hvæsi er snöggur niður stigaganginn en ekki jafn snöggur og Marius sem er alltaf nokkrum skrefum á undan. Við Þór fylgjum á eftir en förum hægar yfir. Þegar við komum út úr húsinu skelli ég Þór á bakið á mér svo ég geti hlaupið hraðar. „Stoppaðu, Marius!“ hrópa ég á eftir vini mínum. Það er hálf kjánalegt að segja honum að stoppa. Hver hefur nokkurn tíma hlýtt þegar hann er á flótta og er sagt að stoppa? „Marius, gerðu það!“ kalla ég og finn að ég er að verða móð.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=