Hér býr umskiptingur

33 „En … þekkir bóndakonan ekki barnið sitt? Myndi hún ekki taka eftir því að það væri kominn einhver gamall karl í staðinn?“ „Tja …,“ byrjar mamma og klórar sér í höfðinu. „Álfarnir eru kannski líka hamskiptingar. Það þýðir að þeir geta skipt um ham … svipað og varúlfar.“ Ég velti þessu fyrir mér í nokkra stund. Þæga og ljúfa barnið var tekið og grófur og dónalegur karl kom í staðinn. Samt leit hann alveg eins út og barnið. Skrítið. Mér var hugsað til Þórs, ef einhver kæmi bara og skipti honum út fyrir fúlan álfakarl. Úff ég vildi ekki hugsa þessa hugsun lengur og ýtti henni frá mér. „Hvernig bjargaðist svo barnið? Hvað þýðir þetta?“ spyr ég og les hluta sögunnar fyrir mömmu. Þyki þér þá orðtök sveinsins undarleg og ískyggileg, skaltu strýkja hann vægðarlaust, unz eitthvað skipast um. „Eh, já … Sko. Orðið „strýkja“ þýðir að flengja. Það væri nú ekki gert í dag, held ég. Bóndakonan á sem sagt að slá umskiptinginn ef hann segir eitthvað undarlegt. Þá kemur álfkonan og skilar barninu.“

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=