Hér býr umskiptingur

32 og svín. Mér finnst það reyndar ekki skrítið, enda var enginn að hugsa um það. Textinn í sögunni er gamaldags og flókinn og ég skil ekki nema helming. „Mamma!“ kalla ég í uppgjöf. „Viltu hjálpa mér?“ Mamma les með mér og útskýrir söguna. Nágranni konunnar segir að barnið hennar sé umskiptingur. Það þýðir að það hafi verið skipt um barn! Ég skil ekkert og finnst þessi saga alveg fáránleg. Lýsingarnar á barninu eru samt áhugaverðar. Fyrst var það voða rólegt og ljúft en varð svo allt í einu algjör dólgur. „Var krakkinn ekki bara svangur?“ spyr ég mömmu. „Tja, jú eða veikur. Fólk í gamla daga hafði litla þekkingu á fæðuóþoli eða hinum ýmsu kvillum. Ef einhver hagaði sér öðruvísi en fólk var vant var auðvelt að kenna álfunum um.“ „Hélt fólk þá að álfarnir hefðu skipt barninu út?“ „Já, eða komið í stað barnsins. Eins og í þessari sögu. Álfarnir eiga saman átján börn. Svo tekur álfkonan barn bóndakonunnar og skilur karlinn eftir í staðinn. Hún hefur greinilega verið komin með nóg af honum,“ segir mamma og hlær.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=