Hér býr umskiptingur

26 vakna. Það sýður á mér. Ég er svo reið að mig langar að öskra á Marius. Það er eitt að hann sé dónalegur við mig en hann má ekki vera vondur við Þór. Ég veit að Marius elskar Þór meira en allt og myndi gera hvað sem er fyrir hann. Það er eitthvað mjög skrítið í gangi. „Farðu aðeins að leika með legóið,“ segi ég við Þór og sendi hann inn í herbergið sitt. Svo geng ég rakleitt að herbergi Mariusar og opna dyrnar ákveðin. Inni er allt eins og það á að vera. Í hillunum er fræðibókunum raðað eftir nafni höfundar. Marius er eins skipulagður og hann er duglegur að lesa og læra. Skrifborðið er snyrtilegt og ekki eitt einasta nammibréf að sjá. Það eina sem stingur í stúf eru föt Mariusar. Yfirleitt myndi hann brjóta þau saman á kvöldin. Nú liggja þau hins vegar krumpuð á gólfinu. Ég lít á rúmið og sé að Þór hafði sagt satt. Á koddanum liggja langir fæturnir eins og Marius sé að þykjast vera Lína langsokkur. Höfuðið og restin af búknum er einhvers staðar undir þykkri sænginni. Ég sé hvernig sængin lyftist upp og niður í takt við háværar hroturnar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=