Hér býr umskiptingur

25 EINS OG LÍNA LANGSOKKUR Næsta morgun dríf ég mig á fætur og fæ mér morgunmat. Ég gríp skóna hans Mariusar og geng af stað. Rauð blokkin blasir við mér og ég fæ sting í magann. Vonandi er Mariusi batnað, hugsa ég en ýti hugsuninni strax frá mér. Þór kemur til dyra og togar mig inn fyrir. Hann er algjört krútt, þessi orkumikli strákur með fallega rauða hárið. Yfirleitt er Þór hress og glaður en í dag virðist hann dapur. „Hvað er að?“ spyr ég og beygi mig niður að honum. „Marius vill ekki leika við mig,“ segir Þór með skeifu. „Hvar eru foreldrar þínir?“ spyr ég og hrukka ennið. „Þau fóru í búðina. Marius á að passa mig en hann vill bara sofa.“ Þór lýsir því fyrir mér hvernig Marius hefur látið síðan í gær. Hann hafi borðað úr öllum skúffum og skápum. Svo hafi hann ropað og rekið við svo undir tók í húsinu. Nú liggur hann víst öfugur í rúminu, með skítugar tærnar á koddanum, og neitar að

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=