Hér býr umskiptingur

14 vegar aldrei séð Marius haga sér svona. Mamma tekur ekki eftir því sem á sér stað inni í stofu. Til þess er hún of önnum kafin við að steikja lummur. Ilmurinn berst okkur og ég finn munnvatnið spretta fram. Skyndilega heyrast háværar drunur, líkt og jarðskjálfti hristi húsið. „Var þetta garnagaul í þér?“ spyr ég steinhissa. „Já, hvað með það?“ svarar Marius. Svo lyftir hann annarri rasskinninni upp frá sófanum og rekur við. Prumpinu fylgir svo skelfileg lykt að matarlystin hverfur á stundinni. Um leið hleypur Hvæsi undan sófanum eins og eldibrandur. „Oj … Marius,“ segi ég og held fyrir nefið. „Þú gætir allavega sagt afsakið.“ „Þú getur bara sjálf sagt afsakið,“ segir Marius og stendur upp. Hann gengur inn í eldhús og ég fylgi undrandi á eftir. „Þetta kemur rétt bráðum, krakkar mínir,“ segir mamma.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=