Hér býr umskiptingur

12 „Beint í vélina, elskan,“ segir mamma allt í einu. Hún stendur úfin fyrir framan mig og nuddar stírurnar úr augunum. Mömmu þykir gott að sofa út en hefur greinilega vaknað við lætin í mér. „Hvar er Marius okkar?“ spyr hún og teygir úr sér. „Ekki kominn,“ svara ég og sé að mamma er hissa. „Nú, það er skrítið. Ég var að hugsa um að skella í lummur og eggjahræru. Hann vill kannski borða með okkur.“ Ég segi aldrei nei við tvöföldum morgunverði, sérstaklega ekki þegar lummur eru annars vegar. Mömmu finnst mjög gaman að elda fyrir Marius því hann er svo kurteis. Hann gengur alltaf frá eftir sig, beint í uppþvottavélina. Svo býðst hann líka til að hjálpa og þurrka af. Ég veit að mamma elskar mig en stundum held ég að hún myndi skipta mér út, ef það væri í boði að ættleiða Marius. Viltu ekki hringja í hann?“ spyr mamma, greinilega spennt að fá draumadrenginn í heimsókn. Ég teygi mig í símann og hringi í Marius sem svarar eftir nokkra bið.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=