Handbók í textíl - viðbótarverkefni og námsmat

HANDBÓK Í TEXTÍLMENNT | KENNSLULEIÐBEININGAR | © MENNTAMÁLASTOFNUN 2023 | 40314 97 VÉLSAUMUR BANGSI Bangsahöfuðið saumað 1. Nældu og saumaðu eyrun. Skildu beinu hliðina eftir ósaumaða. Snúðu eyrunum við yfir á réttuna. 2. Nældu og saumaðu ennishlutann við kinnahlutana (AB). 3. Festu trýnisbútinn við ennis- og kinnabútana. Láttu miðjuna á trýnisbútnum og ennisbútnum nema saman, nældu og saumaðu saman (F). 4. Nældu og saumaðu miðsauminn á afturhluta höfuðsins. 5. Festu afturhluta höfuðsins og kinnahlutana saman. Nældu eyrun við kinna- og afturhluta höfuðsins við merkingarnar (AD). Nældu og saumaðu saman (ZC). 6. Nældu og saumaðu háls- og trýnissauminn í einu lagi (GFH). 7. Nældu og saumaðu nefsauminn (HIH). Snúðu bangsanum yfir á réttuna. Festu nefhnappinn á endann á trýninu og augun á sinn stað. Frágangur 1. Fylltu búkinn og höfuðið með tróði. 2. Saumaðu höfuðið vel við búkinn í höndum. Notaðu perlugarn eða sterkan/ grófan tvinna.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=