Handbók í textíl - viðbótarverkefni og námsmat

HANDBÓK Í TEXTÍLMENNT | KENNSLULEIÐBEININGAR | © MENNTAMÁLASTOFNUN 2023 | 40314 70 VÉLSAUMUR VEGABRÉFSVESKI Efnisþörf: * bómullarefni um 15 cm x 50 cm * ofin bönd 75 cm * 2 stk. rennilásar, lengd 10 cm eða 15 cm Sníða: 1. Bakstykki 35 cm x 15 cm 2. Renningur 5 cm x 15 cm 3. Vasi 10 cm x 15 cm Aðferð: 1. Klipptu stykkin eftir uppgefnum málum 1 cm saumfar er innifalið. 2. Nældu rennilásinn á milli bakstykkis og rennings. 3. Skiptu yfir í rennilásafót á saumavélinni. Saumaðu rennilásinn á. Stingdu með beinsaumi meðfram rennilásnum beggja vegna frá réttunni. 4. Nældu og saumaðu hinn rennilásinn við vasastykkið. 5. Brjóttu 1 cm innaf neðri brún vasans fyrir saumfar. Nældu og saumaðu vasann á bakstykkið. 6. Nældu og saumaðu aðra hlið rennilássins á bakstykkið. 7. Staðsettu bandendana efst, þvert á brún renningsins frá réttu. Gættu þess að bandið sé ekki snúið. Festu bandið með beinsaumi fram- og tilbaka. 8. Brjóttu vegabréfsveskið með réttu á móti réttu. Bandið fer inn í veskið. Skildu rennilásinn eftir opinn svo þú getir snúið veskinu aftur við með réttuna út. 9. Nældu hliðar og efri brún. Saumaðu með 1 cm saumfari. Víxlsaumaðu brúnirnar. 10. Snúðu veskinu við og straujaðu. Góða ferð! RENNINGUR RA RÉ RÉ RENNINGUR VASI BAKSTYKKI

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=