Handbók í textíl - viðbótarverkefni og námsmat

HANDBÓK Í TEXTÍLMENNT | KENNSLULEIÐBEININGAR | © MENNTAMÁLASTOFNUN 2023 | 40314 53 VÉLSAUMUR HVAÐ ER TVÖFÖLD NÁL? HVAÐ ER ÞETTA? Tvölföld nál er saumavélanál sem er með tveimur nálum hlið við hlið. HVAÐ GERIR HÚN? Hún saumar tvo samhliða beinsauma á réttu efnisins og víxlsaum á röngunni. Í HVAÐ ER HÚN NOTUÐ? Tvöfalda nál er hægt að nota til að sauma beinsauma og falda á teygjanlegum efnum og skrautsauma á venjuleg efni. HVERNIG ER HÚN NOTUÐ? 1. Skiptu um tvöfalda nál á sama hátt og venjulega saumavélanál, slétta hliðin efst snýr aftur. 2. Settu tvö tvinnakefli á tvinnastangirnar. Þræddu vélina með báðum tvinnaendum samtímis. Við spennustillinn eru tvinnaendarnir þræddir sitt hvorum megin og loks í sitt hvora nálina. 3. Stilltu saumavélina á beinsaum, sporlengd 4. 4. Saumaðu prufu og stilltu saumavélina eftir þörfum. Það er ekki hægt að sauma víxlspor með tvöfaldri nál! 5. Nældu fald með títuprjónum og saumaðu með tvöfaldri nál frá réttunni. Notaðu línurnar á stingplötunni til að sauma eftir. Farðu varlega þegar þú saumar. Tvöfaldar saumavélanálar eru dýrar!

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=