Handbók í textíl - viðbótarverkefni og námsmat

HANDBÓK Í TEXTÍLMENNT | KENNSLULEIÐBEININGAR | © MENNTAMÁLASTOFNUN 2023 | 40314 33 PRJÓN SMÁSOKKAR Áhöld og efni: Sokkagarn og prjónar nr. 3 1/2 1. Fitjaðu upp 16 lykkjur. Prjónaðu 2 umferðir stuðlaprjón 1 sl + 1br, með 2 prjónum. 2. Skiptu lykkjunum jafnt á fjóra prjóna. Tengdu í hring og prjónaðu stuðlaprjón 4 umferðir í viðbót. Hæll HÆLSTALLUR 3. Sameinaðu lykkjur á IV. og I. prjóni á einn prjón. Prjónaðu 4 umferðir sléttprjón fram og til baka = hælstallur. HÆLTUNGA 4. Byrjaðu að prjóna hæltunguna frá röngu: – prjónaðu 4 L brugðnar, 2 L brugðnar saman, snúðu við – prjónaðu fyrirmælin á milli stjarna tvisvar: * taktu 1. lykkjuna óprjónaða slétt, prjónaðu 2 L slétt saman aftan frá, snúðu við, taktu 1 L óprjónaða brugðið, prjónaði 2 L brugðnar saman, snúðu við * – taktu 1 L óprjónaða slétt, prjónaðu 2 L slétt saman aftan frá. – þá eru 2 L eftir á prjóninum = lykkjur hæltungu. SOKKBOLUR 5. Prjónaðu upp 4 L meðfram hælstallinum. 6. Prjónaðu lykkjur á II. og III. prjóni slétt (4 L + 4 L). 7. Prjónaðu upp 4 L meðfram hælstallinum á hinni hliðinni. Prjónaðu aðra L á hælstalli með IV. prjóni og hina L verður eftir á I. prjóni. Þá verða 5 L á hvorum hælprjóni. 8. Taktu úr með því að prjóna 2 L slétt saman í lok I. prjóns. Prjónaður lykkjur á II. og III. prjóni slétt (4 L + 4 L). Taktu úr í byrjun IV. prjóns með því að prjóna 2 L slétt saman aftan frá. 9. Prjónaðu 8 umf slétt. ODDAÚRTAKA 10. Prjónaðu 2 síðustu L hvers prjóns slétt saman, þar til 2 L eru eftir á hverjum prjóni. Klipptu garnenda hæfilega langt frá, þræddu í gegnum lykkjurnar sem eftir eru með jafanál og hertu að. Þræddu nálina yfir á röngu og gakktu frá endanum. 11. Gakktu frá hinum endanum á röngunni þannig að brúnin á fitinni lokist.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=