Handbók í textíl - viðbótarverkefni og námsmat

HANDBÓK Í TEXTÍLMENNT | KENNSLULEIÐBEININGAR | © MENNTAMÁLASTOFNUN 2023 | 40314 30 PRJÓN Hæll HÆLSTALLUR 4. Prjónaðu hælstall með lykkjum á I. og IV. prjónum. Mundu að þegar prjónaður er hæll með styrkingu þarf lykkjufjöldinn að vera oddatala. Lykkjufjöldi hælstalls er ______ L Þegar sokkurinn er mátaður á hælstallurinn að ná niður í gólf. Þá er hann hæfilega langur. Lengd hælstalls ______ cm = ______ umf RANGAN HÆLTUNGA 5. Skiptið lykkjum hælstallsins í þrennt, miðlykkjur með oddatölu og hliðarlykkjur beggja vegna með sléttri tölu. Lykkjur hæltungu: vinstri hlið ______ L, miðjan ______ L, hægri hlið ______ L 6. Prjónaðu úrtökur á hæltungu. Hæltungan er tilbúin þegar hliðarlykkjurnar eru búnar. Sokkbolur ÚRTÖKUR Á FLEYG 7. Prjónaðu upp lykkjur meðfram hælstalli beggja vegna. 8. Taktu úr umframlykkjur í lok I. prjóns og byrjun IV. prjóns í hverri eða annarri hverri umferð. Athugaðu að prjóna úrtökuna þétt svo ekki komi gat. SOKKBOLUR 9. Mátaðu sokkinn. Sokkbolurinn er hæfilega langur þegar að prjónað hefur verið fram yfir litlu tá. Lengd sokkbols frá hliðum hælstalls að byrjun úrtöku er ______ cm. ODDAÚRTAKA Val á oddaúrtöku _____________________________.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=