Handbók í textíl - viðbótarverkefni og námsmat

HANDBÓK Í TEXTÍLMENNT | KENNSLULEIÐBEININGAR | © MENNTAMÁLASTOFNUN 2023 | 40314 2 Til notenda Þessari handbók er ætlað að auka notagildi og bæta innihald Handbókar í textíl. Hjálpar- síðunum er ætlað að þjálfa nemendur í sjálfstæðum vinnubrögðum og æfa þá í notkun skriflegra vinnulýsinga. Námsefnið auðveldar nemendum einnig að vinna saman í hópum og að skipuleggja verkefni og vinnulotur. Bókin er skipulögð á sama hátt og handbókin, kaflarnir eru í sömu röð. Í kennsluefninu er að finna grunna fyrir skapandi vinnu, eyðublöð fyrir námsmat, vinnulýsingar og kennslumyndefni, sem einnig er hægt að ljósrita. Hægt er að útbúa eigin vinnubók sem inniheldur hugmyndavinnu nemandans, tilraunir og annað efni úr frá ólíkri tækni. Vinnulýsing á möppu úr bylgjupappa er að finna undir kafla um textíl og aðra aðferðir. • ”Ég kann . . .” -taflan; þar merkja nemendur á mið-og unglingastigi grunnskólans það sem þau hafa lært. • Námsmatseyðublöðum er dreift til nemenda í byrjun hverrar námslotu. Þau nýtast sem dagvinnubók og aðstoða við að standa við námsáætlun. • Í vélsaumi er rétt að kennari kanni hvort leiðbeiningarnar eigi við þá tegund saumavéla sem er að finna í textílstofunni. • Kennsluefnið í prjóni eru aðallega hugsað fyrir prjóna nr. 3–4. • Hverri handbók fylgir mappa fyrir sniðin. Sniðin haldast því heil, saman brotin, geymd á vísum stað. Við vonum að þetta kennsluefni nýtist ykkur í ykkar vinnu. HANDBÓK Í TEXTÍL VIÐBÓTARVERKEFNI OG NÁMSMAT ISBN 978-9979-0-2573-3 Teikningar: Pirjo Karhu, Tuula Mannila, Maisa Rajamäki Ritstjóri: Reetta Väätäinen © 1995 Pirjo Karhu, Maija Malmström, Tuula Mannila ja Kustannusosakeyhtiö Otava Tämän teoksen osittainenkin kopiointi on tekijän-oikeuslain (404/61, siihen myöhemmin tehtyine muutoksineen) mukaisesti ehdottomasti kielletty. Tilvísun í lög um höfundarétt. © 2023 á þýðingu; Guðrún Hannele Henttinen Ritstjóri íslensku þýðingarinnar: Sigríður Wöhler Ljósritun á vinnulýsingum og glærum er leyfð.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=