Handbók í textíl - viðbótarverkefni og námsmat

HANDBÓK Í TEXTÍLMENNT | KENNSLULEIÐBEININGAR | © MENNTAMÁLASTOFNUN 2023 | 40314 138 TEXTÍLAÐFERÐIR: BÚTASAUMUR ASKJA Hvernig get ég nýtt fallegar myndir úr tímaritum og dagatölum? Þarf að henda plakötum í pappírstunnuna? Efnisþörf: fallegar þrykktar myndir eða skreyttur pappír lím pappi satínborði eða snúra skæri reglustika og blýantur Aðferð: 1. Ákveddu hvort þú ætlar að gera umslag, gjafapoka eða öskju. 2. Veldu snið fyrir verkefnið þitt og klipptu eftir útlínunum. Þú getur klippt glugga á umslagið og leitað að góðri mynd til að láta sjást í gegn. 3. Leggðu sniðið á mynd eða skreyttan pappír og teiknaðu eftir útlínum sniðsins. Notaðu reglustiku og teiknaðu líka brotlínurnar. 4. Leggðu reglustiku á brotlínuna og brjóttu pappírinn um hana. Brjóttu þannig allar brotlínur. 5. Límdu umslagið og gjafapokann eins og þarf. Þræddu satínborða eða snúru úr bómullargarni, í gegnum götin efst á gjafapokanum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=