Handbók í textíl - viðbótarverkefni og námsmat

HANDBÓK Í TEXTÍLMENNT | KENNSLULEIÐBEININGAR | © MENNTAMÁLASTOFNUN 2023 | 40314 136 TEXTÍLAÐFERÐIR: BÚTASAUMUR MAPPA ÚR BYLGJUPAPPA Efniþörf: * bylgjupappi 50 x 70 cm * kontaktlím * teygjusnúra um 30 cm * tréperla, sem passar passar utan um teygjuna 1. Mældu og teiknaðu línur með vel ydduðum blýanti á rönguna á bylgjupappanum eftir teikningunni. Gættu þess að mæla nákvæmlega svo að ekki komi skekkja í möppuna! 2. Klipptu úr örkinni alla dekkta reiti. 3. Dragðu grófan prjón eftir brotlínunum og brjóttu þær síðan varlega yfir borðbrún. 4. Límdu vasann með kontaktlími. Lestu leiðbeiningarnar á límtúbunni eða límdósinni. 5. Gerðu lítil göt með gataratöng í hornin á botn möppunnar. Sjáðu staðsetninguna á myndinni! Þræddu perluna upp á teygjuna, teygjuendana í gegnum götin og stóran hnút á endana. Þú getur klippt út pappabút, sett teygjuna í gegnum hann og hnýtt svo að teygjan fari ekki í gegnum götin. brot gat brot brot brot brot brot gat brot brot brot brot 12 23 12 12 3 9 6 3 3 6

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=