Handbók í textíl - viðbótarverkefni og námsmat

HANDBÓK Í TEXTÍLMENNT | KENNSLULEIÐBEININGAR | © MENNTAMÁLASTOFNUN 2023 | 40314 114 TEXTÍLL OG AÐRAR AÐFERÐIR TÚLÍPANI ÚR EFNI Efni og áhöld: * grillpinnar úr tré * vatt * efnisbútar * straumlím með lími beggja vegna * garn * blómalímband eða kreppappír * lím Aðferð: 1. Klipptu hring úr efnisbútnum (þvermál t.d. 6 cm). 2. Klipptu aðeins minni hring úr vattinu. 3. Settu vattið á miðja röngu efnishringsins. Settu smá lím á annan enda trépinnans og leggðu hann með endann að miðju hringsins. 4. Brjóttu hringskorna efnið saman tvöfalt með trépinnann í miðjum hálfhringnum. Brjóttu hornin sitt hvoru megin að miðju upp að trépinnanum. 5. Haltu brúnum efnisins utan um trépinnann og vefðu þétt og hnýttu vel nokkrum sinnum. 6. Þektu vafninginn og allan trépinnann með blómalímbandi. 7. Gerðu laufblöð með því að strauja tvo búta af grænu efni saman með straulími (lím beggja vegna) og blómalímband. Klipptu laufblöðin út eftir sniðinu og festu við stöngulinn með blómalímbandi.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=